Clock
5 min read
Calander
November 10, 2023

Stenst vefsíðan þín tímans tönn?

Ariane Klocko
By
Ariane Klocko
Stenst vefsíðan þín tímans tönn?

Stenst vefsíðan þín tímans tönn?

Er vefsíðan þín nægilega góð til að standast nútíma kröfur þegar það kemur að t.d. aðupplifun notanda og hraða vefsíðunnar ?

Til þess að velta þeirri hugmynd áfram og meta það hvort þín vefsíða sé nægilega góð fyrirþína viðskiptavini og notendur að þá eru hérna þó nokkrir punktar sem einkenna góðavefsíðu

1. Vel hönnuð og vel uppsett vefsíða

Vefsíðan þín endurspeglar ímynd fyrirtækisins til notandans sem er kannski að uppgötva þigog kynnast þér í fyrsta skipti í gegnum vefsíðuna þína. Því er mjög mikilvægt að vefsíðangefi notandanum rétta mynd af því hver þú ert og hvað þið standið fyrir.

Hér spilar inn í vefsíðuhönnunin sem slík og einnig einfaldleikinn í uppsetningu og það geturt.d. verið vel hönnuð valmynd (menu) ásamt að fronta því helsta sem gæti skipt notandannmáli eins og upplýsingar um þjónustu, opnunartíma, vörur, hvernig hægt er að hafa sambandofl í þeim dúr.

Vefsíðan þarf svo einnig að virka í öllum gerðum af skjám og snjalltækjum.

Allt þetta stuðlar að því að geta myndað viðskiptasamband við aðilann sem er að leita sérupplýsinga.

2. Hraði vefsíðu

Við sem notendur erum í dag einfaldlega orðin mjög óþolinmóð hvort sem við erum að vafraum á heimaneti, þráðlausu neti eða 4G/5G og raunin er að vefsíðan sem þú skoðar þarf aðhlaðast hratt og örugglega inn því ef hún gerir það ekki að þá eru miklar líkur á því aðnotandinn loki síðunni og leiti annað.

Ef þú vilt mæta hraða vefsíðunnar / netverslunnar þinnar að þá eru hérna nokkur tól sem þúgetur notað

  • https://gtmetrix.com/ mælir hraða síðunnar og gefur þér innsýn hvað hægt sé að bæta þar
  • https://pagespeed.web.dev/ er tól frá google þar sem þú getur mælt bæði hraða desktopútgáfu vefsíðunnar þinnar og svo hraðann á mobile útgáfunni

3. Farsímaútgáfan af vefsíðunni

Þar sem notkun farsíma og spjaldtölva hefur aukist til muna síðustu ár að þá verðurfarsímaútgáfan af vefsíðunni þinni að vera góð og virka á öllum snjalltækjum.

Að vera með góða, snögga og vel útfærða útgáfu af vefsíðunni þinni fyrir farsíma mun bætanotendaupplifun og einnig bæta stöðu þína á leitarvélum.

4. Skýr markmið

Þegar ný vefsíða er sett upp að þá er mikilvægt að skilgreina hlutverk vefsíðunnar, þ.e.a.s.Er vefsíðan að leysa vandamál, bæta upplýsingaflæði, auka sölu, fækka símtölum og/eðafyrirspurnum og þess háttar pælingar.

Að hugsa og fara yfir alla hliðar af starfsemi þinni og svo taka það á næsta skref og sjáhvernig þú getur notað vefsíðuna þína til að betrumbæta upplýsingar og jafnvel minnkaðálag á starfsmönnum.

Gott efni ásamt góðum og gagnlegum upplýsingum um starfsemi, þjónustu, starfsfólk hjálparmörgum notendum að finna það sem þeir leita að.

Þetta er því miður liður sem mjög margir hugsa ekki út í þegar þeir leggja af stað í þeirrivegferð að uppfæra eða setja upp nýja vefsíðu.

5. Öryggi & uppfærslur

Reglulegar uppfærslur á lausnum / viðbótum sem keyra vefsíðuna þína ásamt lausnum semstyrkja öryggið á vefsíðunni þinni er mikilvægur þáttur í því að vefsíðan þín virki sem skyldiog partur af því að halda óprúttnum aðilum frá því að skemma eða taka yfir vefsíðuna þínasem er í flestum tilfellum andlit fyrirtækis út á við.

Hérna kemur að einum þætti sem er mjög mikilvægur en það er að velja réttan þjónustuaðilasem ekki bara hýsir vefsíðuna þína heldur uppfærir og passar upp á hana en það gerum viðeinmitt hjá Vínber Vefstofa.

Programming page post

6. Leitarvélabestun

Allt ofantalið hefur svo einnig áhrif á það sem skiptir svo einna mest máli en það er hvort aðþú finnist yfir höfuð á leitarvélunum.

Þegar kemur að leitarvélabestun að þá eru mjög fáir á Íslandi sem geta skilgreint sig semsérfræðing í þeim efnum enda eru kröfunnar frá leitarvélum eins og Google & Bing orðnarmjög miklar en í dag eru nokkur hundruð þættir sem ákvarða hvar á leitarvélunum þínvefsíða / netverslun lendir.

Ef þú vilt skoða hvar þín vefsíða skorar gagnvart leitarvélum óháð leitarorði að þá geturðugert það í þessu tóli hérna https://www.siteguru.co/ (ath getur notað það frítt í 14 daga ánþess að nota kreditkort)

Við hjá Vínber Vefstofu erum svo heppnir að vera með sérfræðing í leitarvélabestun íteyminu okkar þannig ekki hika við að heyra í okkur ef þig vantar aðstoð með leitarvélarnar.

Niðurstaða

Til að setja upp góða vefsíðu sem skilar árangri að þá er mikilvægt að hugsa að öllu ofantöldu ásamt fleiri hlutum þar sem þessi listi er ekki tæmandi en gefur góða innsýn inn íþað hvað þarf að gera til að sigra samkeppnina