Clock
5 min read
Calander
November 10, 2023

Bókun Marketplace

Arnold Goldner
By
Arnold Goldner
Bókun Marketplace

Bokun.io - Markaðstorg

Bókun.io kerfið sem var upprunalega hannað og þróað með Íslensku hugviti er núna í eiguTripadvisor.com sem undirstrikar hversu öflugt ferðabókunarkerfi bokun.io er.

Ef þú ert með eða ert að byrja með ferðaþjónustu fyrirtæki að þá ættirðu að skoða að notastvið bokun.io kerfið upp á að einfalda þinn rekstur en ef þú vilt að að aðrir litlir sem stóriraðilar í ferðaþjónustunni selji þína vöru/þjónustu að þá er eitt lykilatriði í bókunarkerfinu semaðskilur þá frá flestum svona bókunarkerfum í heiminum… en það er markaðstorgið þeirra.

Bókun Marketplace (markaðstorg) er í grunninn staður þar sem bæði ferðaþjónustuaðilar ogendursöluaðilar mætast og inn í kerfinu þeirra geturðu haldið utan um og gert samninga viðþá aðila sem þú vilt að selji fyrir þig eða jafnvel ef þú vilt selja fyrir þá

Þegar þetta er skrifað eru 32.442 ferðaþjónustuaðilar að nota kerfið og 3209 endursöluaðilaren þetta eru tölur á heimsvísu. Á Íslandi eru skráðir 724 ferðaþjónustuaðilar og 1214endursöluaðilar þannig það er upp úr miklu að hafa ef þú ert með góða vöru/þjónustu ogfærð aðila til að selja fyrir þig.

Meðal endursöluaðila á ferðum eru t.d

  • Guide To Iceland
  • Fly Play
  • Happy Campers
  • Sky Lagoon
  • og yfir 1200 aðrir aðilar á Íslandi

Sem ferðaþjónustaðili að þá getur þú gert eftirfarandi með bokun.io kerfið

  • Sett upp þínar ferðir með framboði, verði og sett svo ferðina á þína vefsíðu með “widgeti”frá bokun.io. Greiðsla og upplýsingar um kaupanda fara fram í gegnum bokun.io widgetið
  • Boðið endursöluaðilum að selja þína ferðir/þjónustu gegn þóknun, þú getur boðið aðilum áÍslandi og erlendis að selja fyrir þig.
  • Selt ferðir frá öðrum ferðaþjónustuaðilum og fengið þína þóknun.

Þá kemur kannski að spurningunni um það hvaða þóknun þú ættir að bjóða á þínumferðum/þjónustu?

Algengast í dag er að bjóða 20% þóknun af ferðum og þjónustu en þeir sem vilja mögulegaað sá sem er að endurselja fyrir þig hafi enn meiri hvata til að selja þínar vörur/þjónustu framyfir aðra hafa verið að bjóða 25% þóknun

Það eru einnig aðilar sem eru að bjóða upp á 15% en almennt í kerfinu eru flestir í 20% ogupp úr.

Það sem þú mátt hafa í huga sem ferðaþjónustuaðili er að sá sem selur ferð fyrir þig er aðhann tekur á móti greiðslunni sem þýðir að hann borgar einnig kortaþóknunina sem er oftastá bilinu 2-3.8% per færslu en hver færsluþóknunin verður er háð hvaðan kaupandinn er enstór hluti ferðamanna á Íslandi í dag er að koma frá USA og þar eru flestir að borga þóknun á pari við 3.5-3.8% per færslu sem er þá að fara beint af endursöluaðilans 20% þóknun enþú sem aðilinn sem veitir þjónustuna færð alltaf þín 80%.

Þannig til að undirstrika það að þegar þú sem ferðaþjónustuaðili setur fram 20% þóknun aðþá er raunveruleg þóknun endursöluaðila í raun mun lægri þar sem hann ber kostnaðinn afkaupunum.

Hvernig held ég utan um framboðið mitt með marga endursöluaðila ?

Þegar þú keyrir á markaðstorginu frá Bokun.io að þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því þarsem endursöluaðilar eru að “keyra” á þínu framboði eða þ.e.a.s. Þeir geta aldrei selt meiraeða selt í ferð sem er uppseld þar sem þeir geta aðeins selt það framboð sem þú hefur settinn í bokun.io kerfið og það er sama framboð og þú værir t.d. með á þinni heimasíðu.

Eruð þið að vinna hjá Bókun ?

Nei það erum við ekki að gera en við höfum unnið í Bókun kerfinu síðan 2014 og það ermikilvægt fyrir okkur sem þjónustuaðila að bjóða upp lausnir sem virka og það er extra plúsvið Bókun kerfið að það er með tól sem getur hjálpað þér að stækka með hjálpendursöluaðila.

Það er einnig vert að nefna að við höfum skrifað API tengingu á milli Bókun.io og Wordpressvefumsjónarkerfisins og einnig höfum við skrifað viðbót (plugin) til að birta Bokun.io widget ávefsíðum í Wordpress kerfinu

Ef þig vantar aðstoð með vefsíðu og eða uppsetningu á Bókun kerfinu þá máttu endilegasetja þig í samband við okkur hjá Vínber Vefstofu.